Svört vinna eykst við hærri jaðarskatta

Þingmönnum virðist koma það á óvart að svört atvinnustarfsemi hafi aukist verulega frá hruni. Gott ef Skúla Helgasyni þykir það ekki nægilega markvert til að kalla saman fund. En það eina sem ætti að koma á óvart er hversu undrandi Skúli og aðrir þingmenn eru á eðlilegri afleiðingu gerða sinna.

Eins og Sigríður Andersen bendir svo skilmerkilega á, í grein í Morgunblaðinu í dag, er verið að gera atvinnu fólks að dýru jaðarsporti. Sigríður bendir á að jafnvel hjón með frekar lágar tekjur, til dæmis 200 þúsund krónur á mánuði, sem eru í lægsta tekjuskattsþrepinu bæta aðeins við sig ríflega 3 þúsund krónum með því að taka til dæmis aukavinnu á laugardegi upp á 10 þúsund krónur. Þau halda aðeins rétt rúmlega 30% teknanna!

Og þegar atvinnuleysisbætur eru hækkaðar, jaðarskattar hækkaðir, hvers konar bætur skertar við alla tekjuaukningu er útkoman einföld: aukning í svartri atvinnustarfsemi. Svört atvinnustarfsemi og bótasvik eru siðlaus, en það eru stjórnvöld sem með ósanngjörnu og ógegnsæju skatta- og bótakerfi sínu skapa hvata til svartrar vinnu. Skattlagning upp á 60 - 80% af tekjum er auðvitað þrældómur í annarra þágu.

Grein Sigríðar er að finna á heimasíðu hennar www.sigridur.is, en einnig má lesa grein hennar á vef Samtaka skattgreiðenda, www.skattgreidendur.is.


mbl.is 82% segja svarta vinnu vaxandi vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband