Harpa er ævintýraheimur ...

Björn Theódór Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, skrifaði grein í Morgunblaðið 7. desember 2012, með þessari skemmtilegu fyrirsögn:

„Harpa er ævintýraheimur og þar gerast ævintýri á hverjum degi."

Mikið hefur Björn rétt fyrir sér. Á hverjum degi leggja skattgreiðendur fram yfir 3 milljónir króna svo þessi ævintýraheimur Björns geti staðið undir sér. Það eitt og sér er ævintýri líkast að tekist hafi að selja meirihluta þingmanna og borgarfulltrúa þá hugmynd að áhugamál örfárra skuli niðurgreitt af skattgreiðendum um ókomna tíð með fáheyrðum fjárhæðum.

Umsvipað leyti (22.12.12) skrifaði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, líka grein í sama blað, þar sem tekið var í svipaðan streng, en fer þó aðeins nánar í rekstur hússins, eða þá botnlausu hít sem sá rekstur er. Um margt er í greininni fjallað um kostnað og tekjur, en í engu er þess getið að e.t.v. væri skynsamlegt að innheimta hærri gjöld af þeim sem nú þegar sækja viðburði hússins, enda væri það vart við hæfi að, eða hvað? Þeir eiga varla að borga fyrir ævintýrin sem þeirra njóta?

Og ævintýrin gerast enn. Þann 12. febrúar mátti lesa þessa fyrirsögn á frétt á forsíðu Fréttablaðsins:

Tveir milljarðar forða Hörpu frá gjaldþroti

Og undirfyrirsögnin var „Ríki og Reykjavíkurborg ætla að gefa eftir um 800 milljóna skuld vegna Hörpu. Vantar samt sem áður 1,2 milljarða til að lifa fram til ársloka 2016. Yfirtaka ríkis og borgar átti ekki að fela í sér aukinframlögn þegar tilkynntar var um hana árið 2009.”

Stórkostlegt ævintýri ... allt í boði skattgreiðenda.

Pétur Blöndal þingmaður komst vel að orði þegar hann sagði um Hörpu ævintýrið:

„Draumur fárra er að breytast í martröð margra."

Fréttablaðið 12.02.13

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband