Þung skattlagning með nýrri byggingarreglugerð

Samtök skattgreiðenda hafa frá því í vor reynt að benda á hvílík skattlagning á nýbyggingar er falin í nýrri útgáfu byggingarreglugerðarinnar. Reglugerðin á að taka gildi 1. janúar 2013 og mun hafa slík áhrif á byggingakostnað að líklegt er að kosta muni íbúðakaupendur milljarða króna á næstu árum. Samtökin skrifuðu Mannvirkjastofnun bréf og óskuðu þess að fá upplýsingar um kostnaðaráhrif nýju reglugerðarinnar, enda hljóti að sú hlið mála hafa verið skoðuð. En í ljós kemur að engir slíkir útreikningar hafa verið gerðir. Aðeins er með almennum orðum talað um að ætla megi að kostnaðaráhrif séu léttvæg. Sýnt hefur verið fram á annað um um það má lesa á heimasíðu Samtaka skattgreiðenda. www.skattgreidendur.is.

Ótrúlegt má telja að jafn mikinn kostnað megi leggja á kaupendur nýrra íbúða án þess að það eigi sér nokkra stoð í auknu öryggi eða gæðum, heldur aðeins pólitísku viðhorfi ráðherra um algilda hönnun og meinta sjálfbærni. 

Jafnframt fylgja nýju reglugerðinni smásmyglisleg fyrirmæli um innra fyrirkomulag íbúðarhúsnæðis sem ekki ætti undir nokkrum kringumstæðum að koma embættis- eða stjórnmálamönnum við.

Það kemur verulega á óvart að Samtök iðnaðarins og aðrir hagsmunaaðilar skuli fyrst nú vera að vakna til lífsins. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að Mannvirkjastofnun segir þessa aðila alla hafa komið að gerð nýju reglugerðarinnarog hrósar sjálfri sér fyrir samráðsferil við gerð hennar.

Upplýsingum um samskipti Samtaka skattgreiðenda og Mannvirkjastofnunar hefur verið komið á framfæri við fjölmiðla og er það von Samtakanna að um málið verði nú fjallað af fullri alvöru. Gott er til þess að vita að um málið er aðeins fjallað í Morgunblaðsinu nú í morgun og mbl.is í dag.


mbl.is Íbúðir of dýrar fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband