Skattahækkun í boði Einars K. Guðfinnssonar

Á vef Samtaka skattgreiðenda er í dag fjallað um þessa frétt mbl.is frá því fyrr í dag. Fyrirsögnin er „Frumvarp um lækkun húshitunarkostnaðar", en á með réttu að vera hækkun á raforkuskatti. Talað er um jöfnunargjald í stað skatts, enda hljómar það betur. En sannanlega er hér um að ræða skattlagningu á 90% neytenda.

Hvers vegna á að niðurgreiða búsetuákvörðun fólks? Hvers vegna á að falsa forsendur búsetu? Og er allt skal jafna, því þá staldra aðeins við þennan lið? Hvað með tekjur? Kosningarétt? 

Hvernig ætlar Einar K. Guðfinnsson að selja skattalækkanahugmyndir Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar með þetta í farteskinu?

 


mbl.is Frumvarp um lækkun húshitunarkostnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband