Samtök skattgreiðenda á blogginu

Samtök skattgreiðenda voru stofnuð þann 16. apríl, 2012.

Að stofnun þeirra stóð hópur fólks sem vill beita sér fyrir því að:

  • endurvekja vitund almennings um að vöxtur hins opinbera er ekki óhjákvæmilegur 
  • ríki og sveitarfélög séu ekki rekin með halla og reikningurinn sendur kynslóðum framtíðarinnar
  • skattar verði lækkaðir eftir megni 
  • hið opinbera fari betur með skattfé og leiti nýrra lausna til að bæta rekstur sinn 
  • rödd skattgreiðenda heyrist í opinberri umræðu og að sjónarmið þeirra fái aukið vægi 
Á síðustu árum hafa yfir hundrað skattahækkanir dunið á okkur auk þess sem á annan tug nýrra skatta hafa litið dagsins ljós. Íslenskur almenningur og fyrirtæki ganga nú hokin undir farginu. Samtök skattgreiðenda vilja aðrar lausnir og sjálfbærari. Lausnir sem stuðla að endurreisn atvinnulífsins. Lausnir sem virkja fólk til atvinnuþátttöku en hegna því ekki með ofursköttum. Samtökin vilja endurvekja trú á sparnað og vilja einfalt og gagnsætt skattaumhverfi sem laðar þennan vilja fram. Og Samtökin vilja draga úr útgjöldum og minnka ríkisbáknið. Samtökin hyggjast láta til sín taka með greinaskrifum, fréttatilkynningum og auglýsingum í fjölmiðlum og munu halda úti öflugri gagnvirkri heimasíðu. Þá munu Samtökin efna til funda og fyrirlestra eftir því sem tilefni gefur til og standa fyrir mótmælaaðgerðum. Þá munu Samtökin skora á frambjóðendur í komandi prófkjörum og kosningum að skrifa undir heit um að hækka ekki skatta heldur lækka og beita sér fyrir minna og skilvirkara regluverki hins opinbera.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband