Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Besti flokkurinn hefur dælt fé í Bíó Paradís
19.1.2014 | 18:31
Besti flokkurinn hefur haldið mikið upp á Bíó Paradís frá því hann komst til valda. Alls hefur þetta kvikmyndahús fengið styrki frá borginni upp á 36,5 milljónir árin 2010 - 2013. Og Besti flokkurinn hefur jafnframt tryggt kvikmyndahúsinu 29 milljónir á næstu tveimur árum (14,5 milljónir árin 2014 og 2015). Þessu til viðbótar á nú að færa þeim þessar 8 milljónir í stuðning við kvikmyndahátíð.
Dekrið við þetta kvikmyndahús ætlar að reynast skattgreiðendum dýrt. Á sama tíma heldur borgin uppi starfsemi Tjarnarbíós, þar sem einnig má sýna kvikmyndir, og ríkið heldur úti Bæjarbíói. Allur þessi stuðningur við miðil sem engan stuðning þarf til sýningar - nálgast má kvikmyndir með ódýrum og auðveldum (löglegum) hætti án aðkomu hins opinbera. En óvirðing stjórnmálamanna við annarra manna fé lætur ekki að sér hæða.
Riff var ekki lengi í (Bíó) Paradís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)