Fćrsluflokkur: Menntun og skóli

Góđar fréttir úr Innanríkisráđuneytinu

Samtök skattgreiđenda hafa áđur vakiđ athygli á athyglisverđum samningi sveitarstjórnar Tálknafjarđarhrepps viđ Hjallastefnuna um rekstur leik-, grunn- og tónlistarskólans í sveitarfélaginu. Virtist almennt ánćgja međ ţennan samning. Menningar- og menntamálaráđuneytiđ, svo og forsvarsmenn Félags grunnskólakennara í Kennarasambandi Íslands, töldu á hinn bóginn sveitarfélaginu beinlínis óheimilt ađ reka ekki grunnskóla á eigin vegum. Eins sérkennilegt og ţađ nú er.

Frétt úr MorgunblađinuEn í frétt í Morgunblađinu 18. mars kemur fram ađ Innanríkisráđu- neytiđ hefur tekiđ af skariđ og stađfest sjálfsákvörđungarrétt sveitarfélagsins í ţessu máli, og ţar međ annarra sveitarfélaga til ađ leita svipađra lausna.

Samtök skattgreiđenda héldu málţing í nóvember á síđasta ári um fjármögnun grunnskólans í Svíţjóđ. Ţar fylgir framlag sveitarfélagsins barninu, en ekki tilteknum skólum, og foreldrar hafa frelsi til ađ velja skóla fyrir börn sín.  Kerfiđ var tekiđ upp í Svíţjóđ áriđ 1991 og á ţessum 20 árum hefur náđst marktćkur árangur í gćđum náms og stöđu grunnskólans í alţjóđlegum samanburđi. Nánar má frćđast um málţingiđ og valkortakerfiđ í Svíţjóđ á vef Samtaka skattgreiđenda.

 

 


Málţing um grunnskólann okkar

Samtök skattgreiđenda halda ráđstefnu um nýja nálgun og hugsun í rekstri grunnskólans. Kostnađur viđ grunnskólann er óvíđa meiri en á Íslandi samkvćmt nýlegri skýrslu frá OECD. Getur önnur nálgun viđ rekstur grunnskólans veriđ skilvirkari og skilađ sambćrilegum eđa betri árangri í kennslu?

Fyrir 20 árum var svokallađ ávísanakerfi tekiđ upp í Svíţjóđ, ţar sem kostnađurinn viđ skólagönguna fylgir barninu, ekki tilteknum skóla. Foreldrum er heimilt ađ velja grunnskóla fyrir börn sín og  greiđslan fer til ţess skóla sem valinn er. Skólarnir eru mismunandi og ýmist reknir af sveitarfélögum, sjálfeignarstofnunum eđa fyrirtćkjum. Tryggir samkeppni betri skilvirkni og meiri framţróun í skólastarfi  nemendum til heilla?

Á Íslandi eru reknir nokkrir sjálfstćtt starfandi skólar, en innan viđ 1% nemenda grunnskólans sćkja slíka skóla.  Ţessum skólum er í flestum tilvikum ekki búiđ sama umhverfi og skólum sem sveitarfélögin reka, en međ undantekningum ţó. Ráđstefnan fjallar einnig um stöđu ţeirra í dag.

Ráđstefnan verđur haldin í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 23. nóvember og hefst kl. 14:00. 

Frekari upplýsingar á vef Samtaka skattgreiđenda.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband