Lokað á úthverfin, lokað á fyrirspurnir

„Hér varð hrun" ætlar að duga stjórnmálamönnum út í eitt þegar kemur að afsökunum fyrir slökum rekstri, hárri skattheimtu, eða bara almennu dugleysi.

Jón Gnarr og borgarstjórnarmeirihlutinn er hér engin undantekning. Ef fyrirspurnir hefðu verið heimilar á borgararfundi fyrir íbúa Úlfarsársdals hefði kannski mátt spyrja hann af hverju hann miði við árið 2008 þegar hann talar um að tekjur Reykjavíkurborgar hafi dregist saman. Hvers vegna leyfist honum það sem engum öðrum dettur í hug; að telja 2008 eðlilegt viðmiðunarár. Allir venjulegir borgarar hafa fyrir löngu áttað sig á að 2008 var skelfilegt bóluár, sem vonandi kemur aldrei aftur. Samdrátturinn er ekki meinið - bólan var meinið, samdrátturinn afleiðingin.

Hvar standa tekjur Reykjavíkurborgar í dag miðað við 2004, 2005 eða jafnvel 2006?

Hvers vegna eiga skattgreiðendur að fella tár yfir því hversu líf Jóns Gnarr og annarra stjórnmálamanna hefur verið erfitt? Ekki borga þeir óreiðuna, hvorki fyrir né eftir hrun. Þeir fara ekki með eigið fé og það sést svo sannarlega. Af hverju er ekki útskýrt hvernig borgin hafði efni á að kaupa Alliance húsið, Perluna, byggja og borga fyrir Hörpu í 35 ár, endurnýja Tjarnarbíó og eyða í fjöldamörg áhugamál fárra á kostnað fjöldans, þegar skorin er niður fyrirhuguð uppbygging í nýju úthverfi? Hvers á það fólk að gjalda?

Það verður ekki útskýrt - því það hefur verið skrúfað fyrir fjárfestingar fyrir venjulegt fólk og skrúfað fyrir möguleika þess að spyrja borgarstjórann hverju það sæti.

 


mbl.is Erfitt að horfa framan í reitt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi fer þessari ömurlegu leiksýningu Jóns Gnarr að ljúka.

Þetta "leikrit" verður vonandi ALDREI endursýnt !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband