Góðar fréttir úr Innanríkisráðuneytinu

Samtök skattgreiðenda hafa áður vakið athygli á athyglisverðum samningi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps við Hjallastefnuna um rekstur leik-, grunn- og tónlistarskólans í sveitarfélaginu. Virtist almennt ánægja með þennan samning. Menningar- og menntamálaráðuneytið, svo og forsvarsmenn Félags grunnskólakennara í Kennarasambandi Íslands, töldu á hinn bóginn sveitarfélaginu beinlínis óheimilt að reka ekki grunnskóla á eigin vegum. Eins sérkennilegt og það nú er.

Frétt úr MorgunblaðinuEn í frétt í Morgunblaðinu 18. mars kemur fram að Innanríkisráðu- neytið hefur tekið af skarið og staðfest sjálfsákvörðungarrétt sveitarfélagsins í þessu máli, og þar með annarra sveitarfélaga til að leita svipaðra lausna.

Samtök skattgreiðenda héldu málþing í nóvember á síðasta ári um fjármögnun grunnskólans í Svíþjóð. Þar fylgir framlag sveitarfélagsins barninu, en ekki tilteknum skólum, og foreldrar hafa frelsi til að velja skóla fyrir börn sín.  Kerfið var tekið upp í Svíþjóð árið 1991 og á þessum 20 árum hefur náðst marktækur árangur í gæðum náms og stöðu grunnskólans í alþjóðlegum samanburði. Nánar má fræðast um málþingið og valkortakerfið í Svíþjóð á vef Samtaka skattgreiðenda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband