Færsluflokkur: Menntun og skóli

Góðar fréttir úr Innanríkisráðuneytinu

Samtök skattgreiðenda hafa áður vakið athygli á athyglisverðum samningi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps við Hjallastefnuna um rekstur leik-, grunn- og tónlistarskólans í sveitarfélaginu. Virtist almennt ánægja með þennan samning. Menningar- og menntamálaráðuneytið, svo og forsvarsmenn Félags grunnskólakennara í Kennarasambandi Íslands, töldu á hinn bóginn sveitarfélaginu beinlínis óheimilt að reka ekki grunnskóla á eigin vegum. Eins sérkennilegt og það nú er.

Frétt úr MorgunblaðinuEn í frétt í Morgunblaðinu 18. mars kemur fram að Innanríkisráðu- neytið hefur tekið af skarið og staðfest sjálfsákvörðungarrétt sveitarfélagsins í þessu máli, og þar með annarra sveitarfélaga til að leita svipaðra lausna.

Samtök skattgreiðenda héldu málþing í nóvember á síðasta ári um fjármögnun grunnskólans í Svíþjóð. Þar fylgir framlag sveitarfélagsins barninu, en ekki tilteknum skólum, og foreldrar hafa frelsi til að velja skóla fyrir börn sín.  Kerfið var tekið upp í Svíþjóð árið 1991 og á þessum 20 árum hefur náðst marktækur árangur í gæðum náms og stöðu grunnskólans í alþjóðlegum samanburði. Nánar má fræðast um málþingið og valkortakerfið í Svíþjóð á vef Samtaka skattgreiðenda.

 

 


Málþing um grunnskólann okkar

Samtök skattgreiðenda halda ráðstefnu um nýja nálgun og hugsun í rekstri grunnskólans. Kostnaður við grunnskólann er óvíða meiri en á Íslandi samkvæmt nýlegri skýrslu frá OECD. Getur önnur nálgun við rekstur grunnskólans verið skilvirkari og skilað sambærilegum eða betri árangri í kennslu?

Fyrir 20 árum var svokallað ávísanakerfi tekið upp í Svíþjóð, þar sem kostnaðurinn við skólagönguna fylgir barninu, ekki tilteknum skóla. Foreldrum er heimilt að velja grunnskóla fyrir börn sín og  greiðslan fer til þess skóla sem valinn er. Skólarnir eru mismunandi og ýmist reknir af sveitarfélögum, sjálfeignarstofnunum eða fyrirtækjum. Tryggir samkeppni betri skilvirkni og meiri framþróun í skólastarfi  nemendum til heilla?

Á Íslandi eru reknir nokkrir sjálfstætt starfandi skólar, en innan við 1% nemenda grunnskólans sækja slíka skóla.  Þessum skólum er í flestum tilvikum ekki búið sama umhverfi og skólum sem sveitarfélögin reka, en með undantekningum þó. Ráðstefnan fjallar einnig um stöðu þeirra í dag.

Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 23. nóvember og hefst kl. 14:00. 

Frekari upplýsingar á vef Samtaka skattgreiðenda.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband